Verð á bensíni hefur hækkað í dag hjá að minnsta kosti tveimur olíufélögum, Shell og Olís. Hjá Shell hækkað lítraverðið um 3 krónur og kostar lítrinn nú 242,8 krónur í sjálfsafgreiðslu. Hjá Olís hækkaði verðið um 4 krónur og kostar bensínlítrinn þar nú 242,40 krónur.
Bensín hefur ekki hækkað hjá N1, Atlantsolíu, Orkunni og ÓB og kostar lítrinn áfram á bilinu frá 238 til 238,40 króna á þessum stöðvum.
Þá er verð á dísilolíu óbreytt á öllum stöðvunum, eða frá 242 krónum til 242,30 króna.