Fengu umhverfisviðurkenningar

Þóra Ellen Þórhallsdóttir tekur við umhverfisviðurkenningunni úr hendi Svandísar Svavarsdóttur.
Þóra Ellen Þórhallsdóttir tekur við umhverfisviðurkenningunni úr hendi Svandísar Svavarsdóttur.

Svandís Svavars­dótt­ir um­hverf­is­ráðherra af­henti Þóru Ell­en Þór­halls­dótt­ur nátt­úru­vernd­ar­viður­kenn­ingu Sig­ríðar í Bratt­holti í dag.

Við sama tæki­færi fengu Far­fugla­heim­il­in í Reykja­vík af­hent­an Kuðung­inn, um­hverfis­viður­kenn­ingu um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, og nem­end­ur Þjórsár­skóla voru út­nefnd­ir varðliðar um­hverf­is­ins.

Þetta er í annað sinn sem Nátt­úru­vernd­ar­viður­kenn­ing Sig­ríðar í Bratt­holti er veitt. Fram kem­ur á vef um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins, að Ell­en Þór­halls­dótt­ir hafi stundað merk­ar rann­sókn­ir á gróðri Íslands og miðlað þekk­ingu sinni, ekki bara til stúd­enta, held­ur til þjóðar­inn­ar allr­ar með fyr­ir­lestr­um og fjöl­miðlaþátt­töku. Hún sé óhrædd við að koma fram með vís­inda­leg rök til vernd­ar nátt­úru Íslands þó það hafi ekki alltaf fallið að ríkj­andi skoðunum. 

Vef­ur um­hverf­is­ráðuneyt­is­ins


mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert