Lið Holtaskóla í Reykjanesbæ fór með sigur af hólmi í úrslitum Skólahreysti, sem fór fram í kvöld.
Aðeins munaði einu stigi á liði Holtaskóla og liði Lindaskóla í Kópavogi, sem varð í öðru sæti. Lið Grunnskóla Ísafjarðar varð í þriðja sæti.