Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, krefst þess að Björn Valur Gíslason, þingmaður VG, biðjist afsökunar á ummælum, sem hann lét falla á bloggsíðu sinni í lok síðasta síðasta árs og dragi þau til baka. Ella verði höfðað meiðyrðamál.
Björn Valur segir frá þessu á bloggvef sínum og birtir þar bréf lögmanns Guðlaugs Þórs.
Björn Valur talaði í pistli sínum um að Guðlaugur Þór hefði þegið mútugreiðslur.
Fram kemur í bréfi lögmannsins að dragi Björn Valur ummælin ekki til baka og biðjist afsökunar á þeim innan 5 daga frá því bréfið barst eigi Guðlaugur Þór enga aðra kosti en höfða meiðyrðamál.