Orðalagsbreytingar í nýrri yfirlýsingu

Jóhanna Sigurðardóttir.
Jóhanna Sigurðardóttir.

Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að aðeins sé að vænta orðalagsbreytinga í nýrri yfirlýsingu sem send verði ríkissáttasemjara í kvöld.

Sagði hún að Samtök atvinnulífsins verði að skilja að ekki verði samið um sjávarútvegsmálin í kjaraviðræðunum.

Jóhanna sagði, að hún hefði á skírdag sent Samtökum atvinnulífsins yfirlýsingu í sjávarútvegsmálum þótt stjórnvöld hafi margsagt að þau mál tengdust ekki kjarasamningunum.  

„Þetta er bara svona frekar skýring á því, engin efnisbreyting,“ sagði Jóhanna. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert