Samningafundur stendur nú yfir á milli Samtaka atvinnulífsins og samninganefnda iðnaðarmanna, Samiðnar og RSÍ. Iðnaðarmenn leggja á fundinum tilboð fyrir SA um eins árs samning.
Ef Samtök atvinnulífsins ljá ekki máls á þessu tilboði mun þing Rafiðnaðarsambandsins væntanlega í dag eða á morgun samþykkja að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns RSÍ.
Reiknað er með að Samiðn muni einnig ákveða að vísa deilunni til sáttameðferðar.