Ræða tilboð um samning til eins árs

Höfðaborg þar sem embætti ríkissáttasemjara er meðal annars til húsa.
Höfðaborg þar sem embætti ríkissáttasemjara er meðal annars til húsa. mbl.is/Golli

Samningafundur stendur nú yfir á milli Samtaka atvinnulífsins og samninganefnda iðnaðarmanna, Samiðnar og RSÍ. Iðnaðarmenn leggja á fundinum tilboð fyrir SA um eins árs samning.

Ef Samtök atvinnulífsins ljá ekki máls á þessu tilboði mun þing Rafiðnaðarsambandsins væntanlega í dag eða á morgun samþykkja að vísa kjaradeilunni til ríkissáttasemjara, að sögn Guðmundar Gunnarssonar, formanns RSÍ.

Reiknað er með að Samiðn muni einnig ákveða að vísa deilunni til sáttameðferðar.  

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert