Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, og Steingrímur J. Sigfússon, fjármálaráðherra, sendu ríkissáttasemjara í kvöld lokaútgáfu yfirlýsingar ríkisstjórnarinnar í tengslum við mögulega kjarasamninga til þriggja ára, milli aðila á almennum vinnumarkaði.
Yfirlýsingunni fylgir einnig sérstök bókum um málsmeðferð vegna væntanlegs frumvarps ríkisstjórnarinnar um breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu.
Í tilkynningu frá forsætisráðuneytinu segir, að með þessu hafi ríkisstjórnin gert allt sem í hennar valdi steandi til að auðvelda aðilum á almennum vinnumarkaði að ná saman um kjarasamninga til þriggja ára.
Jóhanna sagði í fréttum Sjónvarpsins í kvöld, að á skírdag hefði hún sent aðilum vinnumarkaðar f yfirlýsingu í sjávarútvegsmálum og yfirlýsingin í kvöld væri frekar skýring á því sem þar kom fram en engin efnisbreyting.