Tengja Icesave við ESB-umsóknina

Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.
Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins.

„Það kom mjög skýrt fram á fundinum að þessir Evrópuþingmenn líta svo á að Icesave-málið og aðildarumsóknin að Evrópusambandinu tengist,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, sem sat í gær annan fund sameiginlegrar þingmannanefndar Íslands og ESB í tengslum við umsóknina um aðild að sambandinu.

Guðlaugur segir að það hafi verið alveg ljóst að evrópsku þingmennirnir teldu að í raunveruleikanum væri það einfaldlega þannig að þessi mál tengdust og að Ísland gæti ekki gengið í ESB nema búið væri fyrst að leysa Icesave-deiluna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert