Vilja sameinast Húnaþingi vestra

frá Borðeyri.
frá Borðeyri. Mynd: Sveinn Karlsson/strandir.is.

Sveitarstjórn Bæjarhrepps á Ströndum samþykkti á fundi sínum í dag að óska eftir því að sameinast sveitarfélaginu Húnaþingi vestra í Vestur-Húnavatnssýslu. Töluvert samstarf er þegar til staðar á milli sveitarfélaganna og sækja íbúar Bæjarhrepps, sem eru um eitt hundrað talsins, ýmsa þjónustu til Húnaþings vestra. Ríkisútvarpið greindi frá þessu í dag.

Sameiningartillögum var hafnað í kosningum árið 2005 en Sigurður Kjartansson, oddviti Bæjarhrepps, segir að aðstæður hafi breyst síðan þá og eðlilegt sé því að skoða sameiningu að nýju. Sveitarfélagið standi ágætlega fjárhagslega en ýmis rekstur sé þó þungur eins og rekstur skóla og dagvistunar á Borðeyri og tekjustofnar sveitarfélagsins veikir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert