Beita þarf verkfallsvopninu

Mælirinn er fullur að mati ASÍ.
Mælirinn er fullur að mati ASÍ. mbl.is/Kristinn

ASÍ seg­ir að nú séu þátta­skil og að aðild­ar­sam­tök ASÍ séu ekki til viðræðu um lengri samn­ing en til eins árs. Í yf­ir­lýs­ingu sem ASÍ hef­ur sent frá sér, und­ir yf­ir­skrift­inni „Mæl­ir­inn er full­ur“ seg­ir að nú sé sú stund runn­in upp að beita þurfi verk­falls­vopn­inu.

„Nú er svo komið að ekki verður leng­ur við maka­lausa fram­komu SA búið. Hvert lands­sam­bandið inn­an ASÍ á fæt­ur öðru hef­ur vísað kjara­deil­unni við at­vinnu­rek­end­ur til rík­is­sátta­semj­ara og í flest­um þeirra er farið að huga að verk­fallsaðgerðum. Verk­falls­vopnið er öfl­ugt og not­ast aðeins í brýnni neyð. Nú er sú stund runn­in upp að verka­lýðshreyf­ing­in sér ekki ann­an kost en að beita þessu vopni sínu,“ seg­ir ASÍ.

„Sam­tök at­vinnu­lífs­ins hafa haft lands­sam­bönd­in inn­an ASÍ að ginn­ing­ar­fífl­um í næst­um hálft ár þar sem grímu­laus hags­muna­gæsla fyr­ir LÍÚ veg­ur þyngra en hags­mun­ir al­menns launa­fólks. Nú verður látið sverfa til stáls í krafti sam­stöðunn­ar sem á tæp­um hundrað árum hef­ur fært vinn­andi fólki á Íslandi ófáa sigrana. Nú þarf að brjóta gíslatöku SA á bak aft­ur,“ seg­ir enn­frem­ur.

Þá seg­ir að yf­ir­lýs­ing SA frá því fyrr í dag þess efn­is að sam­tök­in vilji gera 3 ára kjara­samn­ing komi of seint. Það sem hafi verið í umræðunni fyr­ir páska komi ekki leng­ur til greina. SA hafi hafnað þeim 3 ára kjara­samn­ingi sem þá hafi legið á borðinu og hafi síðan gert kjara­samn­ing nokkr­um dög­um síðar sem hafi falið í sér muni meiri hækk­an­ir en menn hafi rætt fyr­ir páska.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka