Auðmennirnir 10 sem sóttu um ríkisborgararétt frá Alþingi fá hann ekki á yfirstandandi þingi. Þetta kemur fram á vef RÚV.
Fram kemur að David Lesperance, bandarískur milligöngumaður auðmannanna, segist lítil svör hafa fengið frá íslenskum yfirvöldum, þar til fyrir skemmstu. Þá hafi honum verið sagt að innan skamms væri væntanlegt bréf frá allsherjarnefnd um að ekki verði orðið við beiðni fólksins. Því muni hann nú beina sjónum sínum annað og leita að hentugu landi þar sem beiðni fólksins verði betur tekið.