Fyrirtæki „myndu hrynja“

Sala á almennum neysluvörum hefur dregist saman.
Sala á almennum neysluvörum hefur dregist saman.

„Um 40% launafólks á almennum markaði vinna í verslun og ferðaþjónustu. Sum fyrirtækin í þessum greinum myndu ekki lifa allsherjarverkfall af. Ég segi það hreint út. Fyrirtæki myndu hrynja hvert af öðru.“

Þetta segir Andrés Magnússon, framkvæmdastjóri Samtaka verslunar og þjónustu, í Morgunblaðinu í dag um áhrif allsherjarverkfalls við upphaf ferðasumars. Rætt er við hann um stöðu verslunar.

Andrés dregur upp dökka mynd og segir „stórhættu“ á að lífskjör sigli í þá átt að verða sambærileg við það sem gerist í Austur-Evrópu.

Kaupmenn greini merkjanlega breytingu á neyslumynstrinu frá hruni. Þróunin sé í átt til lágverðsverslana með minna úrvali.

Margrét Kristmannsdóttir, formaður SVÞ, reiknar með að eigendur verslana sem standa höllum fæti „neyðist til þess að loka“ og komast þannig hjá tapi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert