Kristján Þórður Snæbjarnarson, formaður Félags rafeindavirkja, hefur verið kjörinn formaður Rafiðnaðarsambandsins. Stefán Sveinsson, formaður Félags íslenskra rafvirkja, var kjörinn varaformaður.
17. þing Rafiðnaðarsambandsins fór fram í dag. Þar ítrekaði Guðmundur Gunnarsson, fráfarandi formaður, að þetta væri hans síðasta kjörtímabil, líkt og hann lýsti yfir á 16. þingi sambandsins fyrir fjórum árum.
Aðeins Kristján og Stefán buðu sig fram til formanns.
Guðmundur sagðist vilja taka það fram að hann hefði fengið fjölmargar
áskoranir um að endurskoða ákvörðun sína, en hann sagðist hafa tekið
þessa ákvörðun fyrir allöngu síðan og vildi ekki breyta henni, að því er segir á vef Rafiðnaðarsambandsins.