„Lágmarkstilvera er ekki í boði“

Berglind Nanna Ólínudóttir.
Berglind Nanna Ólínudóttir.

„Það er eng­inn sem vel­ur sér þetta hlut­verk. Það er eng­inn sem ríður feit­um hesti frá því að vera á bót­um frá Trygg­inga­stofn­un, það eru al­veg hrein­ar lín­ur,“ seg­ir Berg­lind Nanna Ólínu­dótt­ir, ör­yrki.

Í um­fjöll­un um mál þetta í Morg­un­blaðinu í dag kem­ur fram, að Berg­lind er met­in með 75% ör­orku vegna geðhvarfa­sýki. Tekj­ur henn­ar á mánuði hljóða upp á 160 þúsund krón­ur eft­ir skatta, og er þar meðlag vegna son­ar henn­ar meðtalið. Þegar fast­ir út­gjaldaliðir eru frá, s.s. húsa­leiga, raf­magn og af­borg­un láns, þá standa eft­ir 38.000 fyr­ir nauðsynj­um eins og mat.

Berg­lind hef­ur ritað opið bréf til Guðbjarts Hann­es­son­ar vel­ferðarráðherra, þar sem hún ósk­ar eft­ir leiðbein­ing­um um hvernig hún eigi að hafa í sig og á. Og hvernig lif­ir maður svo á 38 þúsund­um á mánuði?

„Ég get al­veg sagt þér hvernig maður ger­ir það,“ seg­ir Berg­lind. „Ég fer ekki út úr húsi, það er svo ein­falt. Ég fer ekki í bíó eða leik­hús. Ég fer ekki út á víd­eó­leigu, ég drekk ekki gos, borða ekki nammi, fer aldrei út að skemmta mér, drekk ekki áfengi. Ég á ekki bíl. Kaupi mér ekki föt eða skó eða fer til lækn­is. Ég hef ekki farið til tann­lækn­is í 10 ár, það er munaður sem er ekki í boði. Svo ég er að verða tann­laus, að verða 42 ára. Allt sem heit­ir lág­marks­til­vera er ekki í boði. Ég geri ekk­ert.“


Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert