Mikilvægast að þjóðin standi saman

Frá kröfugöngu 1. maí.
Frá kröfugöngu 1. maí. mbl.is/Júlíus

„Á tím­um erfiðleika og sam­drátt­ar er mik­il­væg­ast af öllu að þjóðin standi sam­an. Nú er ekki tími sér­hags­muna og þvermóðsku, nú er tími sam­hygðar og sam­stöðu. Verka­lýðshreyf­ing­in er reiðubú­in til að leggja sitt af mörk­um til að end­ur­reisa landið úr efna­hags­lægðinni. Ábyrg samstaða mun skapa at­vinnu og verja vel­ferðar- og vel­meg­un­ar­sam­fé­lagið sem Ísland á að vera," seg­ir m.a. í 1. maí ávarpi verka­lýðsfé­lag­anna í Reykja­vík, BSRB, Banda­lags há­skóla­manna, Kenn­ara­sam­bands Íslands og Sam­bands ís­lenskra fram­halds­skóla­nema. 

Hefðbund­in hátíðar­höld verða í borg­inni í til­efni af 1. maí, sem er á sunnu­dag. Safn­ast verður sam­an á Hlemm­torgi um klukk­an 13 og síðan held­ur kröfu­ganga af stað niður Lauga­veg, Banka­stræti Aust­ur­stræti og inn á Ing­ólf­s­torg en úti­fund­ir hefst á Aust­ur­velli klukk­an 14. 

Í ávarpi verka­lýðsfé­lag­anna seg­ir m.a., að end­ur­smíð vel­sæld­ar á Íslandi bygg­ist á end­ur­reisn at­vinnu­lífs­ins og varðstöðu um vel­ferðina.

„Til þess að geta byggt upp at­vinn­una á ný, þurfa at­vinnu­fyr­ir­tæk­in aðgang að fjár­magni og skil­yrði til end­ur­reisn­ar. Verk­efn­in blasa við hvarvetna og það er hlut­verk rík­is og sveit­ar­fé­laga að hvetja at­vinnu­rekst­ur­inn áfram, hvort sem er í iðnaði, viðhaldi fast­eigna eða í al­menn­um at­vinnu­rekstri. Þeir sem leggja stein í götu at­vinnu­upp­bygg­ing­ar eru að viðhalda at­vinnu­leys­inu og von­leys­inu sem því fylg­ir."

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert