Ný staða og nýr tími

Sáttafundir hófust í Karphúsinu kl. 10 í morgun.
Sáttafundir hófust í Karphúsinu kl. 10 í morgun. mbl.is/Eggert

Áhersl­ur SA á að reynt verði að ljúka gerð þriggja ára kjara­samn­ings féllu í grýtt­an jarðveg hjá samn­inga­nefnd Flóa­fé­lag­anna á sátta­fundi í dag. „15. apríl er liðinn. Það er ein­fald­lega kom­in upp ný staða og nýr tími,“ seg­ir Sig­urður Bessa­son, formaður Efl­ing­ar.

Flóa­fé­lög­in hvika ekki frá því að gengið verði frá kjara­samn­ingi til eins árs. „Ég lít svo á að það sé full­reynt að fara þessa leið. Það hef­ur vantað vilja hjá SA til að fara í þriggja ára samn­ing og þeir hafa sjálf­ir haft mesta van­trú á að hann væri fram­kvæm­an­leg­ur,“ seg­ir Sig­urður.

Hann bend­ir á að frá því að viðræður fóru út um þúfur um miðjan apríl hafi Sam­tök at­vinnu­lífs­ins gengið frá kjara­samn­ing­um hjá Elkem sem sé með öðru fyr­ir­komu­lagi.

„Málið er núna í hönd­um sátta­semj­ara,“ seg­ir Sig­urður. Hann á von á að rík­is­sátta­semj­ari meti stöðuna í fram­haldi af fund­um með fleiri fé­lög­um og lands­sam­bönd­um sem fram fara í dag í hús­næði sátta­semj­ara. Ekki sé orðið ljóst hvort hann boðar til funda yfir helg­ina.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert