Ráðherra gagnrýnir ekki hækkun

Ögmundur Jónasson.
Ögmundur Jónasson. mbl.is/Ómar

Ögmundur Jónasson innanríkisráðherra segist ekki geta gagnrýnt mikla hækkun á gjaldskrá Icepark/Isavia fyrir langtímabílastæði við Flugstöð Leifs Eiríkssonar. Hækkunin er 50%.

Félag íslenskra bifreiðaeigenda segir að um sé að ræða „ósvífna“ aðgerð.

„Ég verð því miður að taka afleiðingum eigin gjörða, ég hef skorið niður fjárveitingar til Isavia og þar með þröngvað þessum aðilum til að auka beina gjaldtöku,“ segir Ögmundur. „Isavia bendir á að verið sé að hækka gjöld samkvæmt verðlagsþróun frá því síðast var hækkað 2006.“ Hækkunin sé mikil en menn hafi líka haldið lengi í við sig.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert