Strætisvagnabílstjórar á hraðferð

mbl.is/Hag

Lög­regl­an á höfuðborg­ar­svæðinu seg­ist hafa staðið stræt­is­vagna­bíl­stjóra að hraðakstri í nokk­ur skipti. Seg­ir lög­regl­an að at­vinnu­bíl­stjór­ar eigi, rétt eins og aðrir öku­menn, að vita bet­ur. Hef­ur ábend­ing­um verið komið á fram­færi við for­svars­menn Strætós.

Að sögn lög­reglu hef­ur hátt brota­hlut­fall öku­manna vakið nokkra at­hygli við hraðamæl­ing­ar í íbúðahverf­um á höfuðborg­ar­svæðinu, en oft­ar ekki er það meira en 40%.

Lög­regl­an seg­ir ljóst að öku­menn þurfi að taka sig á en þeir sem í hlut eigi séu á öll­um aldri og af báðum kynj­um. Svo­kallaðir at­vinnu­bíl­stjór­ar séu þar ekki und­an­skild­ir.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert