Drög að frumvarpi um breytingar á lögum um fiskveiðistjórnun voru kynnt á ríkisstjórnarfundi í morgun. Jón Bjarnason, sjávarútvegsráðherra, segir að í drögunum sé að finna útfærslu á því hvernig eigi að tryggja útgerð örugg rekstrarskilyrði og hvernig eigi að klippa á réttartengsl sem lúta að eignarrétti.
Steingrímur J. Sigfússon sagði eftir fundinn að ekki stæði til að kollvarpa íslenskum sjávarútvegi og að það hafi aldrei verið gert.