Hafnar ásökunum um ólöglegar veiðar

Hrafnreyður KÓ.
Hrafnreyður KÓ. Ljósmynd/Gunnar Bergmann Jónsson

Fyr­ir­tækið sem ger­ir út hrefnu­veiðibát­inn Hrafn­reyði vís­ar því al­farið á bug að bát­ur­inn hafi stundað ólög­leg­ar hrefnu­veiðar í dag eins og haldið hafi verið fram. Tvær hrefn­ur hafi verið veidd­ar í morg­un en báðar hafi þær verið veidd­ar tölu­vert utan þess svæðis sem slík­ar veiðar eru óheim­il­ar.

Gunn­ar Berg­mann Jóns­son, fram­kvæmda­stjóri Hrefnu­veiðimanna ehf., seg­ir að þeim sé skylt að til­kynna Fiski­stofu strax og hrefn­ur eru veidd­ar og all­ar upp­lýs­ing­ar séu skráðar um það hvar veiðarn­ar fari fram. Fyr­ir­tækið hafi alltaf veitt utan þeirra svæða þar sem veiðarn­ar eru óheim­il­ar síðan þær regl­ur hafi verið sett­ar.

Gunn­ar seg­ir að Hrafn­reyður hafi verið á hægri heim­leið og áhöfn­in verið byrjuð að skera dýr­in þegar hinar meintu ólög­legu veiðar eigi að hafa átt sér stað. Engu slíku hafi hins veg­ar verið fyr­ir að fara.

Staðnir að ólög­leg­um hrefnu­veiðum.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert