Hátt verð veldur áhyggjum

Ekkert lát er á hækkun eldsneytis.
Ekkert lát er á hækkun eldsneytis. mbl.is/Golli

Hækkandi eldsneytisverð hefur gríðarleg áhrif á ferðaþjónustuna á Íslandi sem finnur þegar fyrir samdrætti í innanlandsferðum. Þetta segir Erna Hauksdóttir, framkvæmdastjóri Samtaka ferðaþjónustunnar.

„Annars vegar höfum við áhyggjur af ferðum Íslendinga um landið. Það hefur þegar komið í ljós að fólk hefur dregið verulega úr akstri. Það er mjög mikilvægt fyrir ferðaþjónustuna að Íslendingar haldi áfram að ferðast eins og hingað til,“ segir Erna.

Þá hafi þau áhyggjur af gríðarlegri kostnaðarhækkun í útgerð þeirra vélknúnu farartækja sem notuð eru í ferðaþjónustunni. Því hafi samtökin ítrekað tekið undir áskoranir margra aðila um að ríkið dragi úr skattheimtu við þessar gríðarlegu verðhækkanir til að koma til móts við fólk og fyrirtæki í landinu.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert