Fréttaskýring: Heldur fólki föstu í viðjum fátæktar

mbl.is/Heiddi

Fæst­ir gætu hugsað sér að eiga aðeins 21.777 krón­ur á mánuði eða 726 kr. á dag til ráðstöf­un­ar fyr­ir mat, hrein­lætis­vör­um, tóm­stund­um og viðhaldi bíls og heim­il­is. Þetta er þó veru­leiki sem fjöldi ör­yrkja býr við.

Um 60% ör­yrkja í Reykja­vík, um 4.000 manns, eru með und­ir 200.000 krón­um á mánuði í sam­an­lagðar tekj­ur eft­ir skatt. Um helm­ing­ur þeirra, eða 32% ör­yrkja í Reykja­vík, er með 160 þúsund krón­ur eða minna á mánuði eft­ir skatt. Þá eru meðtald­ir all­ir bóta­flokk­ar frá Trygg­inga­stofn­un­ar rík­is­ins, t.d. ör­orku­líf­eyr­ir, ör­orku­upp­bót, tekju­trygg­ing, heim­il­is­upp­bót og aðrar upp­bæt­ur TR og meðlag. Fari tekj­urn­ar yfir 200.000 fyr­ir skatt fást ekki greidd­ar upp­bæt­ur.

Til sam­an­b­urðar eru dæmi­gerð neyslu­viðmið ein­stak­lings, sam­kvæmt út­reiknuðum for­send­um vel­ferðarráðuneyt­is­ins, 291.932 krón­ur á mánuði. Það sam­ræm­ist veru­leika ör­yrkja illa. Ráðuneytið ger­ir einnig ráð fyr­ir að í neyð eigi fólk að geta dregið tíma­bundið úr neyslu og frestað ákveðnum út­gjaldaliðum í allt að 9 mánuði. Þessi skamm­tímaviðmið hljóða upp á 201.132 kr. á mánuði fyr­ir ein­stak­ling á höfuðborg­ar­svæðinu. Tekj­ur 60% ör­yrkja í Reykja­vík sam­ræm­ast því ekki einu sinni þeim viðmiðum sem áætlað er að megi kom­ast af með til skamms tíma á ber­strípuðum lífstíl.

Spurn­ing um að lifa með reisn

Lilja seg­ir að ekki sé nægi­lega mikið til­lit tekið til þeirra út­gjalda sem eru mörg­um ör­yrkj­um óhjá­kvæmi­leg vegna lyfja og nauðsyn­legra hjálp­ar­tækja eins og t.d. heyrn­ar­tækja, en kostnaður við þau hef­ur auk­ist mjög frá hruni.

„Það sem ger­ist er að ef þú þarft mikið á lyfj­um og hjálp­ar­tækj­um að halda þá fer bara pen­ing­ur­inn í það og svo á fólk ekki fyr­ir mat. Þetta er ekki sann­gjarnt því fólk þarf að lifa og borða, en það verður líka að fá heyrn­ar­tæki og lyf­in sín sem geng­ur oft fyr­ir. Lág­launa­fólk get­ur auðvitað lent í svona auka­kostnaði sem ger­ir því erfitt fyr­ir en það er oft­ast tíma­bundið. Fólk sem er lang­veikt eða með ör­orku býr hins­veg­ar við þenn­an kostnað, oft í mörg ár og jafn­vel alla ævi og þess­ar aðstæður halda fólki í viðjum fá­tækt­ar.“

Lilja seg­ir að stjórn­völd vanti heild­ar­mynd af stöðu ör­yrkja. Nauðsyn­legt sé að sam­ræma bæt­urn­ar við neyslu­viðmiðin. Þá verði að taka þann auka­kostnað sem óhjá­kvæmi­lega fylgi ör­orku með í reikn­ing­inn. „Það eru marg­ir sem bjarga sér á því að eiga góða að, en það er ekki sjálf­gefið að eiga bak­land sem get­ur hjálpað þér og fólk á held­ur ekki að þurfa að reiða sig á það.“

Kjör ör­yrkja

ör­yrkja hafa inn­an við 200 þúsund krón­ur á mánuði í tekj­ur.

32%

ör­yrkja hafa inn­an við 160 þúsund

krón­ur á mánuði í tekj­ur.

291.932

krón­ur er dæmi­gert neyslu­viðmið

ein­stak­lings sam­kvæmt út­reiknuðum for­send­um vel­ferðarráðuneyt­is­ins.

112.032

krón­ur á mánuði eru dæmi­gerð

út­gjöld fjög­urra manna fjöl­skyldu, vegna mat­ar og annarra dagvara til heim­il­is­halds.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert