Hóta allsherjarverkfalli 25. maí

Kjaraviðræður hafa staðið yfir lengi en ekki skilað árangri.
Kjaraviðræður hafa staðið yfir lengi en ekki skilað árangri. mbl.is/Árni Sæberg

Guðmund­ur Gunn­ars­son, frá­far­andi formaður Rafiðnaðarsam­bands­ins, seg­ir að alls­herj­ar­verk­fall muni hefjast 25. maí nk. fall­ist Sam­tök at­vinnu­lífs­ins ekki á á kröfu sam­taka launa­manna um eins árs samn­ing, með sömu aft­ur­virkni og hafi verið í Elkem samn­ing­un­um og 4,5% launa­hækk­un.

Hann seg­ir í til­kynn­ingu, sem hann sendi fjöl­miðlum, að í gær hafi SA boðið upp á áfram­hald­andi þref næstu vik­urn­ar um breyt­ing­ar á laun­kerf­um og um fyr­ir­vara LÍÚ. Á þetta fall­ist launa­menn ekki. Hann seg­ir að sam­tök launa­manna á al­menn­um vinnu­markaði hafi sýnt mik­il heil­indi og mikla þol­in­mæði gagn­vart vand­ræðagang SA og LÍÚ.

Til­kynn­ing Guðmund­ar er svohljóðandi:

„Á yf­ir­stand­andi 17. þingi Rafiðnaðarsam­bands­ins er m.a. fjallað um nýja stöðu í kjara­samn­ing­um. Miðviku­dag­inn 13. apríl hafnaði SA enn einu sinni að draga til­baka þá fyr­ir­vara sem sam­tök­in höfðu sett um að for­senda kjara­samn­inga væri ásætt­an­lega niður­stöðu í kvóta­mál­um að mati LÍÚ. En á þess­um for­send­um höfðu þeir dregið gerð kjara­samn­inga mánuðum sam­an.

Þar var um var að ræða til­boð um 3ja ára kjara­samn­ing með 11,7% kostnaðar­auka, ekki var búið að ganga frá breyt­ing­um á launa­kerf­um og kostnaðar­auka vegna þess, en fyr­ir lá að sá kostnaðar­auki yrði um 1 – 2%. Föstu­dag­inn 15. apríl höfnuðu þeir að standa áður gefið lof­orð um að gera 6 mánaða skamm­tíma­samn­ing nema að í hon­um væru ákvæði um fyr­ir­vara LÍÚ.

Þrem­ur dög­um síðar geng­ur SA til samn­inga við 4 stétt­ar­fé­lög, þar á meðal RSÍ, með 15,7% launa­hækk­un, og þar af eru 13,8% það sem kalla má al­menna launa­hækk­un og 2% vegna bónu­s­kerfa sem byggja á ábata­skipta­kerf­um. Jafn­framt var samið um aft­ur­virkni til 1. janú­ar 2011 í stað 1. mars, eða fimm mánuði í stað 3ja mánaða. Í þeim samn­ing voru eng­ir fyr­ir­var­ar frá LÍÚ. Þessi samn­ing­ur var al­farið í sam­ræmi við kröf­ur iðnaðarmanna­fé­lag­anna og Verka­lýðsfé­lagið á Akra­nesi féll frá öll­um sín­um sér­kröf­um.

Í gær fór fram ein­hliða gengd­ar­laus áróður m.a. í frétta­stofu allra lands­manna af hálfu SA um þessi mál. Þar var farið með rangt mál, m.a. ekki minnst á að enn væri inn í þeim samn­ing­um sem SA væri að bjóða ennþá væru sömu fyr­ir­var­ar af hálfu LÍÚ. Gert var lítið úr Elkem samn­ingn­um, en þar eru launa­hækk­an­ir þar skipt­ast þannig að á þessu ári koma 8,5%, árið 2012 koma 3,3% og árið 2013 koma 3%, sam­tals eru þetta 15,7%.

SA bauð í gær upp áfram­hald­andi þref næstu vik­urn­ar um breyt­ing­ar á laun­kerf­um og um fyr­ir­vara LÍÚ. Á þetta fall­ast launa­menn ekki. Sam­tök launa­manna á al­menn­um vinnu­markaði hafa sýnt mik­il heil­indi og mikla þol­in­mæði gagn­vart vand­ræðagang SA og LÍÚ.

Þess vegna hafa sam­tök launa­manna sett fram kröfu um eins árs samn­ing með sömu aft­ur­virkni og var í Elkem samn­ingn­um og 4,5% launa­hækk­un. SA og LÍÚ geti þá at­huga­semda­laust af hálfu launa­manna haft svig­rúm til þess að ljúka sín­um mál­um og síðan megi í haust hefja vinnu við gerð 3ja ára samn­ings sem taki við í janú­ar á næsta ári. Ef SA fellst ekki á þessa leið hefst alls­herj­ar­verk­fall 25 maí næst­kom­andi.“

Guðmundur Gunnarsson.
Guðmund­ur Gunn­ars­son. mbl.is/​Frikki
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert