Mjög eitrað fíkniefni í umferð

Lög­regl­an var­ar við fíkni­efn­um sem nú kunna að vera á markaði hér­lend­is. Um er að ræða blandað metam­feta­mín sem inni­held­ur svo­kallað PMMA og er mjög eitrað en lög­regl­an í Borg­ar­nesi fann sams­kon­ar efni við leit í bíl á dög­un­um.

Í til­kynn­ingu seg­ir að vitað sé um dauðsföll tengd þessu efni víða um heim og í Nor­egi hafi sex ung­menni lát­ist af þess­um völd­um í vet­ur.

Þá seg­ir að líkt og fram hafi komið í fjöl­miðlum hafi ung kona lát­ist í íbúð í Reykja­vík fyrr í dag. Ekki sé hægt að úti­loka að þetta kunni að tengj­ast.

Kon­an, sem er um tví­tugt, fannst lát­in í íbúð í fjöl­býl­is­húsi. Þegar lög­regl­an kom á vett­vang voru þar fyr­ir fjór­ir aðrir ein­stak­ling­ar og voru þeir all­ir hand­tekn­ir í þágu rann­sókn­ar­inn­ar.

Seg­ir lög­regla að rann­sókn máls­ins sé á frum­stigi og dánar­or­sök liggi ekki fyr­ir en vitn­eskja sé um að fíkni­efna var neytt í íbúðinni.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert