Nærri kyrrstætt úrkomusvæði liggur nú til norðurs eftir vestanverðu landinu að sögn veðurfræðings. Víða er slydda, en með kvöldinu kólnar heldur og nokkuð mun þá snjóa staðbundið.
Í tilkynningu frá Vegagerðinni segir að að það eigi við um Hellisheiði og Þrengsli, Lyngdalsheiði, ofantil í Borgarfirði, Bröttubrekku og Holtavörðuheiði. Sennilega einnig norður á Þröskulda og Steingrímsfjarðarheiði.
Þá segir að skörp hitaskil séu með þessum úrkomubakka og vestan í honum geti mögulega einnig gert krapasnjó á láglendi. Hlýnar síðar heldur og styttir upp að mestu í fyrramálið.