Spara lýsingu í sumar

Það dimmir eitthvað yfir Borgarnesi á nóttunni.
Það dimmir eitthvað yfir Borgarnesi á nóttunni. mbl.is/Sigurður Bogi

Slökkt verður á götu­lýs­ingu í Borg­ar­nesi og öðrum þétt­býl­is­stöðum Borg­ar­byggðar næst­kom­andi mánu­dag. Er þetta gert til að spara í rekstri sveit­ar­fé­lags­ins.

Gert er ráð fyr­ir því að slökkt verði á götu­ljós­un­um í fimmtán vik­ur yfir bjart­asta tím­ann, eins og tvö und­an­far­in sum­ur.  Und­an­tekn­ing er þjóðveg­ur­inn gegn­um Borg­ar­nes en þar munu ljós áfram loga eins og verið hef­ur. Kem­ur þetta fram á vef Borg­ar­byggðar.

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert