Stál í stál í viðræðum

Samningamenn ræða málin í Karphúsinu.
Samningamenn ræða málin í Karphúsinu. mbl.is/Golli

For­ystu­menn Alþýðusam­bands Íslands hafna hug­mynd­um Sam­taka at­vinnu­lífs­ins um að gera kjara­samn­inga til þriggja ára, á grund­velli yf­ir­lýs­ing­ar rík­is­stjórn­ar­inn­ar um aðgerðir til að greiða fyr­ir slík­um samn­ing­um.

Verka­lýðsfor­ingj­ar fagna bar­áttu­degi verka­lýðsins 1. maí með hót­un­um um alls­herj­ar­verk­fall sem gæti haf­ist 25. maí.

Fram­kvæmda­stjórn SA ákvað í gær­morg­un að láta reyna á vilja ASÍ og lands­sam­banda til þess að ljúka gerð þriggja ára kjara­samn­ings með svo­kölluðum aðfar­ar­samn­ingi til 15. júní næst­kom­andi en hann fel­ur í sér 50 þúsund kr. ein­greiðslu.

Féllu þess­ar hug­mynd­ir í grýtt­an jarðveg hjá for­ystu ASÍ og á sátta­fund­um SA og lands­sam­banda. Fé­lög­in halda fast við að gengið verði til samn­ings sem gildi fram á næsta ár og launataxt­ar verði hækkaðir nú þegar.

Mörg sam­bönd iðnaðarmanna vísuðu í gær kjara­deil­um til rík­is­sátta­semj­ara eft­ir ár­ang­urs­lausa fundi með SA.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert