1. maí fagnað um land allt

Frá kröfugöngunni í Reykjavík í fyrra.
Frá kröfugöngunni í Reykjavík í fyrra. mbl.is/Kristinn

Alþjóðadagur verkalýðsins verður haldinn hátíðlegur víða um land í dag. Venju samkvæmt verður farið í kröfugöngur, m.a. í Reykjavík. Safnast verður saman á horni Snorrabrautar og Laugavegar kl. 13 og leggur gangan svo af stað kl. 13.30.

Gengið verður niður Laugaveg, Bankastræti, Austurstræti og inn á Austurvöll. Þar hefst svo útifundur kl. 14:10.

Á þessari stundu er óvíst hvort veðrið muni setja strik í reikninginn.

Á vef ASÍ má sjá yfirlit yfir hátíðarhöld dagsins.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka