Ekki snjóþyngra síðan 1987

Skokkarar létu veðrið ekki á sig fá.
Skokkarar létu veðrið ekki á sig fá. mbl.is/Kristinn

Samkvæmt upplýsingum frá Veðurstofu Íslands hefur ekki mælst þykkara snjólag í Reykjavík í byrjun maímánaðar síðan árið 1987 eða í nær aldarfjórðung. Þá mældist 17 cm snjólag í höfuðborginni 1. maí og hafði ekki þykkara lag mælst áður um það leyti frá því að mælingar hófust.

Samkvæmt mælingum Veðurstofunnar í morgun var 16,3 cm snjólag í Reykjavík og því ekki langt frá metinu. Þess má geta að 5. maí 1992 mældist 7 cm lag í höfuðborginni. Um mjög óvenjulegt ástand er að ræða á þessum tíma ársins að sögn veðurfræðinga.

Einar Sveinbjörnsson veðurfræðingur segir á veðurbloggi sínu að þetta sé fyrsti snjórinn í maí í Reykjavík frá 1993.

„Þá gerði líka ofankomu um svipað leiti við áþekkar aðstæður og nú þegar hægfara og skörp skil lágu yfir landinu vestanverðu.  1. maí 1993 var snjódýptin 13 sm.  Jörð hafði verið alhvít einnig daginn áður,“ skrifar Einar.

Vefur Veðurstofu Íslands.

Bloggsíða Einars.

Svona er umhorfs í höfuðborginni.
Svona er umhorfs í höfuðborginni. mbl.is/Kristinn
Umferðaróhöpp urðu í hálkunni í nótt og í morgun.
Umferðaróhöpp urðu í hálkunni í nótt og í morgun. mbl.is/Fylkisson
Snjóruðningstæki voru á vaktinni í morgun.
Snjóruðningstæki voru á vaktinni í morgun. mbl.is/Fylkisson
Það er betra að hafa vetrargallann til reiðu um þessar …
Það er betra að hafa vetrargallann til reiðu um þessar mundir. mbl.is/Kristinn
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert