Mótmælendur gerðu sig gildandi á baráttufundi á hátíðisdegi verkalýðsins Austurvelli á Austurvelli í dag.
Púað var á Signýju Jóhannesardóttur varaforseta ASÍ sem flutti eina af ræðum dagsins og stór orð höfð í frammi um meinta sök verkalýðshreyfingarinnar á bágum kjörum umbjóðenda þeirra.
Mesta athygli vakti þó þegar einn úr andófsliðinu gekk að pallinum, þar sem ræðumenn stóðu, og kveikti á neyðarblysi. Liðaðist reykurinn að því að ræðumanni dagsins sem hækkaði róminn til að koma skilaboðum sínum á framfæri.
Að öðru leyti - að best er vitað - hafa hátíðarhöldin gengið vel fyrir sig og verið átakalaus