Ræddi um samstarf Íslands og Indlands

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Prithviraj Chavan, forsætisráðherra Maharastra.
Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, og Prithviraj Chavan, forsætisráðherra Maharastra. Mynd/utanríkisráðuneytið

Össur Skarphéðinsson, utanríkisráðherra, fundaði í gær með Prithviraj Chavan, forsætisráðherra Maharastra sem er annað stærsta hérað Indlands með 110 milljónir íbúa. Á fundinum var rætt um möguleika aukins viðskiptasambands Íslands og Indlands meðal annars í sjávarútvegi og jarðhitamálum samkvæmt tilkynningu frá utanríkisráðuneytinu. Í héraðinu eru jarðhitasvæði sem indversk stjórnvöld hafa áhuga á að virkja til þess að mæta orkuþörf landsins.

Össur fjallaði um reynslu Íslendinga á sviði endurnýjanlegrar orku og hvatti til aukinnar samvinnu íslenskra og indverskra fyrirtækja. Þá var rætt um að indverskir sérfræðingar kæmu til Íslands til náms í Jarðhitaskóla og Sjávarútvegsskóla Sameinuðu þjóðanna auk mögulegs samstarfs í kvikmyndaiðnaði.

Síðar um daginn hitti Össur Kateeekal Sankaranarayanan, héraðsstjóra Maharastra, og ræddi þeir einnig mögulegt samstarf Íslands og Indlands.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert