Sópuðu að sér verðlaunum í Noregi

Gauti Már Rúnarsson sigraði sinn flokk á Oslo Grand Prix.
Gauti Már Rúnarsson sigraði sinn flokk á Oslo Grand Prix. Mynd/Fitness.is

Tíu af þeim sextán Íslendingum, sem kepptu á alþjóðlega mótinu Oslo Grand Prix í fitness og vaxtarrækt í Noregi sem fram fór í gær, komust í sex manna úrslit eða á verðlaunapall. Alls kepptu íslensku keppendurnir í sjö mismunandi keppnisflokkum.

„Íslendingarnir sópuðu að sér verðlaunum og má nefna að Jóna Lovísa Jónsdóttir vann Classic Bodybuilding kvenna -163 cm flokkinn. Gauti Már Rúnarsson vann Classic Bodybuilding -180 cm flokkinn og Arnþór Ásgrímsson varð annar í sama flokki. Sigurkarl Aðalsteinsson varð 3. Í -80kg flokki vaxtarrækt. Rrannveig Kramer varð önnur í +163 flokki Bodyfitness, Freyja Sigurðar í 3.sæti og Sif Sveinsdóttir í því 6. 

Hilda Elisabeth Guttormsdóttir hafnaði í 4. Sæti í opnum flokki Vaxtarrækt kvenna og Kristján Geir Jóhannsson varð 4. Í Classic Bodybuilding +180 cm. Sólrún Stefánsdóttir vann Classic Bodybuilding +163 cm. Guðrún Ólafsdóttir varð 6. Í -163 cm Bodyfitness. Oslo Grand Prix er með sterkustu Fitness- og Vaxtarræktarmótum sem haldin eru á norðurlöndunum og verður því þessi árangur Íslendingana að teljast glæsilegur í því ljósi,“ segir á heimasíðunni Fitness.is.

Heimasíða Fitness.is

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert