Vetur konungur ríkir enn á höfuðborgarsvæðinu þar sem mikið hefur snjóað undanfarinn sólarhring. Hálka er á vegum og að sögn lögreglu voru nokkur umferðaróhöpp tilkynnt á næturvaktinni. Engan sakaði en eignatjón var nokkuð.
Alls var tilkynnt um sjö umferðaróhöpp á höfuðborgarsvæðinu í nótt.
Segir lögregla að bifreið hafi bakkað á konu í Hafnarstræti í miðborg Reykjavíkur um tvöleytið í nótt. Konan féll aftur fyrir sig og slasaðist. Talið er að hún hafi axlarbrotnað. Að sögn lögreglu kom konan sér sjálf á slysadeild með leigubíl.
Þá var tilkynnt um þrjár líkamsárásir í miðborginni. Að sögn lögreglu var um minniháttar pústra að ræða.
Þá hafði lögreglan afskipti af tveimur ökumönnum sem óku undir áhrifum áfengis.