30 milljónir í nýsköpun kvenna

Bragðað á nýsköpuðu íslensku góðgæti.
Bragðað á nýsköpuðu íslensku góðgæti. mbl.is/Eggert

Markaðssetn­ing á hlý­vatns­fiski, vöruþróun á brúðunni RóRó fyr­ir börn með svefn­vanda­mál, fræðandi púslu­spil um ís­lenska nátt­úru og dýra­líf og fréttagátt á pólsku.

Þetta voru þau fjög­ur verk­efni sem skoruðu hæst við út­hlut­un styrkja til 42 verk­efna í at­vinnu­mál­um kvenna. Guðbjart­ur Hann­es­son vel­ferðarráðherra af­henti þessa styrki við at­höfn í Sjó­minja­safn­inu í Reykja­vík sl. föstu­dag.

Í ár bár­ust 338 um­sókn­ir hvaðanæva af land­inu og hafa aldrei verið fleiri. Alls voru 30 millj­ón­ir króna til út­hlut­un­ar. Guðbjart­ur sagði við at­höfn­ina að fjöldi um­sókna um styrki og fjöl­breytni verk­efn­anna sýndi að mik­ill kraft­ur væri í ný­sköp­un kvenna, sem mik­il­vægt væri að styrkja og styðja.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert