Dómnefnd hefur metið þá Eirík Tómasson, lagaprófessor, og Þorgeir Örlygsson, dómara við EFTA-dómstólinn í Lúxemborg, hæfasta í embætti hæstaréttardómara sem auglýst voru laus til umsóknar þann 18. febrúar síðastliðinn. Fyrir vikið þykir ekki þörf á að greina á milli hæfni þeirra tveggja að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá innanríkisráðuneytinu.
Næstir á eftir þeim að mati nefndarinnar komu Benedikt Bogason dómstjóri, Gréta Baldursdóttur héraðsdómari, Helgi I.
Jónsson dómstjóri og Sigríður Ingvarsdóttir héraðsdómari. Fram kemur í mati nefndarinnar að ekki þyki heldur ástæða til þess að greina á milli hæfni þeirra fjögurra.
Átta einstaklingar sóttu um þrjú embætti sem auglýst voru laus til umsóknar en umsóknarfrestur rann út 14. mars síðastliðinn. Tveir umsækjendur drógu umsókn sína til baka og eru umsækjendur því þeir sex sem áður eru nefndir.
Í dómnefndinni sitja Páll Hreinsson, hæstaréttardómari sem jafnframt er formaður hennar, Allan V. Magnússon héraðsdómari, Brynjar Níelsson hæstaréttarlögmaður, Guðrún Agnarsdóttir og Stefán Már Stefánsson lagaprófessor.