Gæti bakað ríkinu skaðabótaskyldu

Háskólinn á Bifröst.
Háskólinn á Bifröst.

Ólögmætt er að miða við óverðtryggða seðlabankavexti á gengislánum, líkt og Hæstiréttur úrskurðaði í dómi um gengistryggð lán í fyrra, að mati sex nema í viðskiptalögfræði við háskólann á Bifröst sem tóku að sér að rannsaka rök réttarins.

Arnar Kristinsson er einn nemanna sex en hann segir verkefnið hafa hlotið viðurkenningu við skólann. Þurftu nemarnir að verja verkefnið en kennarar við málsvörnina voru Maj-Britt Hjördís Briem, héraðsdómslögmaður og aðjúnkt við lagadeild háskólans á Bifröst, og Ingibjörg Ingvadóttir héraðsdómslögmaður og lektor við lagadeild sama skóla.

En hvers vegna komst Hæstiréttur að rangri niðurstöðu er hann dæmdi að miða skyldi við óverðtryggða seðlabankavexti vegna þess að ólögmætt hefði verið að bjóða gengistryggð lán í erlendri mynt?

„Fyrst ber að nefna að þegar lögum um neytendalán var breytt árið 1994 var hugtakanotkun samræmd til einföldunar. Það þýðir að orðið vextir í lögum um neytendalán er skilið svo að ávallt sé átt við vaxtafót. Og vaxtafótur er eins og menn vita prósentutala. Þar með teljum við að skylt sé að tilgreina prósentutölu í samningum. Þegar Hæstiréttur er búinn að dæma vaxtaákvæðið ógilt er ekki lengur miðað við prósentutölu. Samkvæmt Evrópudómstólnum er það algjörlega skýrt, að tilgreina þarf svokallaða hlutfallstölu kostnaðar að lágmarki.“

Arnar svarar því síðan aðspurður í umfjöllun um mál þetta í Morgunblaðinu í dag, að hlutfallstala kostnaðar ætti við fyrstu sýn að þýða 4-6% vexti, borið saman við um 5% vexti á óverðtryggðum seðlabankalánum í dag.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert