Mikilvægt að tryggja frið og stöðugleika

Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var til svara á Alþingi í …
Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra var til svara á Alþingi í dag. mbl.is/Ernir

Fjármálaráðherra segir mikilvægt að aðilar vinnumarkaðarins gefist ekki upp í viðræðum um gerð kjarasamninga. Það sé afar mikilvægt að tryggja frið og stöðugleika á vinnumarkaði.

Þetta kom fram í óundirbúnum fyrirspurnatíma á Alþingi í dag.

Þar spurði Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, fjármálaráðherra hvað ríkisstjórnin ætli að gera til að greiða fyrir gerð kjarasamninga. „Við fáum engin svör hér í þingsal hvað það er sem ríkisstjórnin hyggst gera. Hver er stefna ríkisstjórnarinnar í orkumálum? Hvað er það sem ríkisstjórnin ætlar að gera við breytingar á fiskveiðistjórnunarkerfinu,“ spurði Bjarni.

„Ríkisstjórnin hefur að sjálfsögðu verið tilbúin til þess og lagt allt það að mörkum sem hún hefur getað til að auðvelda aðilum vinnumarkaðarins að ná saman um kjarasamninga. Það hefur mikil vinna staðið yfir, í raun og veru allt frá því í janúar, í þeim efnum. Og allmargar vikur síðan viðamikil yfirlýsing af hálfu ríkisstjórnar lá tilbúin í drögum og var kynnt aðilum vinnumarkaðarins,“ segir Steingrímur J. Sigfússon.

Steingrímur segir að það sé miður að það hafi slitnað upp úr viðræðum SA og ASÍ af mismunandi ástæðum og á mismunandi tímum.

„Það sem hefur reynst erfiðast er krafa Samtaka atvinnulífsins, eða LÍÚ, um að tilteknar lausnir í sjávarútvegsmálum væru hafðar með í þessum kjarviðræðum. Það hefur hvorki ríkisstjórnin né viðræðuaðilar Samtaka atvinnulífsins fallist á,“ sagði Steingrímur.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert