Mjög hlýtt á landinu

Fljótt skipast veður í lofti átti við á suðvesturlandi í dag en eftir kafasnjó um helgina í Reykjavík og nágrenni komst hitinn í dag í tæp 15 stig í Reykjavík í dag og í tæp 18 stig á Hellu. Víða á Suðurlandi komst hitinn í 17 stig í dag.

Áfram er gert ráð fyrir björtu veðri sunnan- og vestantil á landinu næstu daga þótt búast megi við þokubökkum við ströndina. Á morgun er spáð 4-16 stiga hita þar sem hlýjast verður suðvestanlands en kaldast við norðausturströndina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert