Ríkið lækki álögur á eldsneyti

Reuters

Ferðamálasamtök Íslands skorar á ríkisvaldið að lækka álögur á eldsneyti þannig að bensínlíterinn fari ekki yfir 200 kr. 

Segir í ályktun sem var samþykkt á aðalfundi fyrir helgi að hið himinháaverð á eldsneyti hafi víðtækar afleiðingar sem skaði ekki aðeins einstaklinga og fyrirtæki heldur einnig ríkið
 
„Nú þegar hefur komið í ljós að verulega hefur dregið úr ferðalögum Íslendinga innanlands. Þetta bitnar á ferðaþjónustunni á landsbyggðinni, en ferðaþjónusta og afleidd þjónusta er henni tengist veitir fjölda manns atvinnu og skilar því umtalsverðum tekjum í þjóðarbúið.
 
Það væri fróðlegt að láta gera könnun á hversu fljótt tekjutap vegna lækkunar skatta á bensín vinnst upp með aukinni neyslu. Neyslu sem veitir fjölda manns vinnu, sparar atvinnuleysisbætur og skilar tekju - og virðisaukaskatti í ríkiskassann.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert