Segir ríkisstjórnina jafna allt niður á við

Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins.
Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins. mbl.is/Ómar

„Hver ráðherrann á fætur öðrum lýsir áhyggjum af því að sumir á þessu landi hafi of góð laun. Á sama tíma gerir ríkisstjórnin ekkert til að skapa forsendur fyrir bættum launum þeirra sem verst eru settir því það verður einungis gert með verðmætasköpun og fjölgun starfa,“ segir Bjarni Benediktsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, á Facebook-síðu sinni í dag.

Greint var frá því hér á mbl.is í gær að Ögmundur Jónasson, innanríkisráðherra, hefði meðal annars lýst þeirri skoðun sinni í ræðu sem hann flutti við Lögreglumessu í Neskirkju þá um morguninn að hæstu laun ættu aldrei að vera hærri en þreföld lægstu laun.

Bjarni segir ennfremur að núverandi ríkisstjórnin muni jafna allt niður á við sem aðeins endi með því að allir hafi það jafn slæmt.

Facebook-síða Bjarna Benediktssonar

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert