Vill aukið eftirlit með ísbjörnum

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar, ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra.
Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður samfylkingarinnar, ásamt Ögmundi Jónassyni, innanríkisráðherra. mbl.is/Ómar

Ólína Þorvarðardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, segist á bloggsíðu sinni ekki geta láð yfirvöldum að hafa tekið þá ákvörðun að drepa ísbjörninn sem fannst á Hornströndum í dag eftir að hafa sjálf orðið vör við ísbirni á þeim slóðum ásamt fleirum sumarið 2008. Þeim hafi þó ekki verið trúað þá og segist hún nú fá uppreisn æru vegna málsins.

Hún beinir því til yfirvalda að auka eftirlit með bæði manna- og hvítabjarnaferðum á þessum slóðum.

„Ferðamannafjöldi eykst ár frá ári á Hornströndum, en það er allur gangur á því hvort þeir sem leggja leið sína á svæðið tilkynna ferðir sínar. Farsímasamband er ekkert á Hornströndum, ekkert Tetra-samband auk þess sem fæstir ferðamenn hafa talstöðvar til umráða. Um vopnaburð er að sjálfsögðu ekki að ræða heldur. Mér sýnast þessi tíðindi kalla á að sest verði yfir málið,“ segir Ólína á bloggsíðu sinni.

Bloggsíða Ólínu Þorvarðardóttur

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert