Brot 132 ökumanna voru mynduð á Strandvegi í Reykjavík í gær. Fylgst var með ökutækjum sem var ekið Strandveg í suðurátt, gegnt Gufunesi. Í tilkynningu frá lögreglu kemur fram að á einni klukkustund, eftir hádegi, fóru 284 ökutæki þessa leið og því ók næstum helmingur ökumanna, eða 46%, of hratt.
Meðalhraði þeirra sem óku of hratt var 66 km/klst en þarna er 50 km hámarkshraði. Þrjátíu og sjö óku á 70 km hraða eða meira. Sá sem hraðast ók mældist á 86.
Lögregla hefur nokkrum sinnum áður verið við hraðamælingar á þessum stað og þá, eins og nú, hafa margir ekið hratt eða eða 51-52%. Meðalhraði hinna brotlegu hefur verið á bilinu 66-67 km/klst, segir í tilkynningu.