Áhrifin sambærileg en efnin skaðlegri

Erfitt getur verið að átta sig á hvort um sé …
Erfitt getur verið að átta sig á hvort um sé að ræða e-töflur, sem innihalda MDMA, eða aðrar með háu hlutfalli PMMA eins og eru til rannsóknar. mbl.is/Kristinn

Andlát ungrar konu um liðna helgi hefur sett óhug að mörgum. Þó svo að óyggjandi sannanir liggi ekki fyrir bendir ýmislegt til þess að konan unga hafi orðið fíknefnum að bráð.

Þá er sérstaklega horft til afleiðu af amfetamíni sem virðist fara hægt og rólega á milli landa með óvenjulega háu hlutfalli dauðsfalla. Í mörgum tilvikum virðist sem svo neytendur hafi ekki áttað sig á hversu hættulegt efnið PMMA er.

Lögreglan á Borgarnesi fann fyrst efnið hér á landi, í töfluformi. Karlmaður sem hafði þær í vörslum sínum var færður til skýrslutöku að nýju til að freista þess að varpa ljósi á uppruna efnisins og útbreiðslu. Samkvæmt upplýsingum frá lögreglu höfuðborgarsvæðisins hefur skýrsla verið tekin af hátt í þrjátíu einstaklingum vegna málsins. Rannsóknin er umfangsmikil og ástæðan ærin; koma verður í veg fyrir fleiri dauðsföll af völdum efnisins.

Ekkert jákvætt um PMMA

Afleiður fíkniefna rata hingað til lands eins og annað. Skemmst er að minnast þess að í desember á síðasta ári reyndi lettneskur ríkisborgari að smygla til landsins tæpu hálfu kílói af efninu mefedron, sem einnig er afleiða af amfetamíni og á að hafa svipaða virkni og e-töflur. Styrkleiki efnisins var afar hár og víst að hægt var að drýgja það töluvert með íblöndunarefnum. Líkt og með PMMA hafa dauðsföll bæði í Bandaríkjunum og Evrópu verið rakin til mefedron.

Fleiri slík mál hafa komið upp á undanförnum misserum því að í desember 2009 voru tveir karlmenn handteknir fyrir innflutning á tæpum fjórum kílóum af 4-flúoróamfetamíni. Þeir voru hins vegar sýknaðir í héraðsdómi þar sem efnið var ekki bannað hér á landi á þeim tíma. Í greinargerð Jakobs Kristinssonar, hjá Rannsóknastofu Háskóla Íslands í lyfja- og eiturefnafræði, kom fram að um afleiðu af amfetamíni sé að ræða sem hefði svipaða verkun. Hins vegar væru takmarkaðar upplýsingar til um efnið.

Að endingu má taka fram að gerð var tilraun til að flytja inn til landsins um 15 þúsund e-töflur í desember sl. Miðað við það er ljóst að eftirspurn eftir e-töflum er töluverð hér á landi. Og þó ljóst sé að aldrei er hættulaust að nota slíkar töflur er hættan margföld á meðan efni á borð við PMMA er í umferð.

Víða varað við

Endaði með asetóneitrun

Í samtali við Morgunblaðið sagði Geir Jón Þórisson, yfirlögregluþjónn, slík mál sjaldnast koma inn á borð lögreglu, eðli málsins samkvæmt. Hins vegar sé ljóst að landabrugg hafi aukist og ekki víst að í öllum tilvikum sé vandað vel til verka; áfengið jafnvel sett í sölu áður en það er tilbúið. Þegar svo er má vera ljóst að veikindi, og jafnvel mjög slæm, hljótist af.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert