Björgunaráætlun ekki til

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti skrokkinn af birnunni frá Hornströndum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti skrokkinn af birnunni frá Hornströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er til björgunaráætlun fyrir hvítabirni sem hingað villast. Umhverfisstofnun hefur sent umhverfisráðherra tillögur um það hvernig bregðast skuli við komu bjarna og leggur til að dýrin verði felld þótt björgunaráætlun komi einnig til greina.

Hvítabjörn sem gekk á land á Hornströndum var aflífaður í gær. Til stóð að fanga hvítabjörn sem kom á land á Skaga fyrir þremur árum. Búnaður var fluttur norður með ærnum tilkostnaði en aðstæður voru þannig að talið var nauðsynlegt að aflífa dýrið.

Í umfjöllun um komu hvítabjarnarins í Morgunblaðinu í dag segir Hjalti J. Guðmundsson, sviðsstjóri náttúruauðlinda hjá Umhverfisstofnun, að í gær hafi verið unnið eftir viðbragðsáætlun sem gerð var eftir komu hvítabjarna 2008. Ekki kom til þess að umhverfisyfirvöld þyrftu að taka afstöðu til þess hvort rétt væri að reyna að fanga dýrið. Lögreglan mat að öryggi fólks væri í hættu og ákvað að nýta heimild í lögum til að fella það.

Í tillögum Umhverfisstofnunar að starfsáætlun um viðbrögð við landtöku hvítabjarna sem sendar hafa verið til umhverfisráðherra er gert ráð fyrir að dýrin verði felld og gerðar nauðsynlegar lagabreytingar. Jafnframt kemur fram að hægt sé að gera björgunaráætlun en þá verði fjármagn að vera tryggt til að framkvæma hana.
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert