Björgunaráætlun ekki til

Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti skrokkinn af birnunni frá Hornströndum.
Þyrla Landhelgisgæslunnar flutti skrokkinn af birnunni frá Hornströndum. mbl.is/Árni Sæberg

Ekki er til björg­un­ar­áætl­un fyr­ir hvíta­birni sem hingað vill­ast. Um­hverf­is­stofn­un hef­ur sent um­hverf­is­ráðherra til­lög­ur um það hvernig bregðast skuli við komu bjarna og legg­ur til að dýr­in verði felld þótt björg­un­ar­áætl­un komi einnig til greina.

Hvíta­björn sem gekk á land á Horn­strönd­um var af­lífaður í gær. Til stóð að fanga hvíta­björn sem kom á land á Skaga fyr­ir þrem­ur árum. Búnaður var flutt­ur norður með ærn­um til­kostnaði en aðstæður voru þannig að talið var nauðsyn­legt að af­lífa dýrið.

Í um­fjöll­un um komu hvíta­bjarn­ar­ins í Morg­un­blaðinu í dag seg­ir Hjalti J. Guðmunds­son, sviðsstjóri nátt­úru­auðlinda hjá Um­hverf­is­stofn­un, að í gær hafi verið unnið eft­ir viðbragðsáætl­un sem gerð var eft­ir komu hvíta­bjarna 2008. Ekki kom til þess að um­hverf­is­yf­ir­völd þyrftu að taka af­stöðu til þess hvort rétt væri að reyna að fanga dýrið. Lög­regl­an mat að ör­yggi fólks væri í hættu og ákvað að nýta heim­ild í lög­um til að fella það.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka