ESA svarar hagsmunasamtökum

Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.
Höfuðstöðvar Eftirlitsstofnunar EFTA.

Eftirlitsstofnun EFTA hyggst taka kvörtun Hagsmunasamtaka heimilanna og Samtaka lánþega fyrir með formlegum hætti. Þetta kemur fram í svarbréfi stofnunarinnar sem samtökunum hefur nú borist.

Kvörtun Samtaka lánþega og Hagsmunasamtaka heimilanna snýr að meintum brotum íslenskra stjórnvalda og stjórnsýslu á Evrópurétti. ESA tekur málið til afgreiðslu á grundvelli gildandi reglna Evrópska efnahagssvæðisins.

Athygli ESA er vakin á verðtryggingu neytendalána og álits óskað á því hvort fyrirkomulagið brjóti gegn ákvæðum gildandi neytendaréttar.

Þá er vísað í vanefndir í dómaframkvæmd, og til þess að breytingar á lögum um vexti og verðtryggingu, lögum um aðgerðir í þágu einstaklinga, heimila og fyrirtækja vegna banka- og gjaldeyrishrunsins og lögum um umboðsmann skuldara gangi þvert á neytendarétt og eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar.

Sérstaklega er tekið á eftirmálum áður gengisbundinna lána út frá lögum um vexti og verðtryggingu frá árinu 2001, að því er segir í tilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert