Danilo Türk, forseti Slóveníu, kom í opinbera heimsókn til Íslands í dag. Hann heimsótti meðal annars Alþingi á fimmta tímanum í dag og kom á þingpalla.
Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, var þá að mæla fyrir frumvarpi um Stjórnarráð Íslands. Gerði hún hlé á ræðunni að ósk Ragnheiðar Ríkharðsdóttur, sem stýrði þingfundi og stóðu þingmenn upp, Türk til heiðurs.
Heimsókn forsetans hófst á Bessastöðum með hátíðlegri athöfn á Bessastöðum kl. 14:30. Þar tóku íslensku forsetahjónin ásamt ráðherrum úr ríkisstjórn Íslands og embættismönnum á móti hinum erlendu gestum. Í kjölfarið fylgdi viðræðufundur forseta landanna.