Munnlegur málflutningur fer fram í Héraðsdómi Reykjavíkur í máli ákæruvaldsins á hendur Jóni Ásgeiri Jóhannessyni, Tryggva Jónssyni, Kristínu Jóhannesdóttur og félagsins Gaumi vegna meintra skattalagabrota. Fara sakborningar fram á að málinu verði vísað frá, og er þetta þriðja frávísunarkrafan sem tekist er á um í málinu.
Í ákæru segir að Jón Ásgeir Jóhannesson hafi árin 1999-2003 komið sér undan skattgreiðslum sem nema alls tæpum 30 milljónum króna og Tryggvi Jónsson hafi svikist um að greiða rúmar 13 milljónir króna. Báðir svöruðu þeir fyrir brot sín gagnvart skattayfirvöldum og greiddu sekt ákvarðaða af yfirskattanefnd.
Héraðsdómur vísaði hluta ákærunni frá á síðasta ári en Hæstiréttur felldi þann úrskurð úr gildi.