Funda hjá ríkissáttasemjara

Ríkissáttasemjari
Ríkissáttasemjari mbl.is/Golli

„Fundur er fundur og það er alltaf von,“ segir Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins. Fulltrúar sambandsins funda með Samtökum atvinnulífsins hjá ríkissáttasemjara nú klukkan þrjú.

Það er kunnara en frá þurfi að segja að erfið staða hefur verið upp í kjaraviðræðum síðustu vikur. Undirbúningur fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall er nú í fullum gangi hjá SGS og svo gæti farið að verkfall hæfist í seinni hluta mánaðarins.

Auðvitað vonar maður alltaf þegar maður fer á fund að þetta gangi,“ segir Björn þegar hann er spurður að því hvort hann telji að eitthvað muni þokast á fundinum nú á eftir. „En maður veit ekki neitt ennþá. En fundur er fundur og það er alltaf von.“

Ríkissáttasemjara bárust sex ný mál í gær en þá vísuðu félögin Samiðn, Matvís, VM- Félag vélstjóra og málmtæknimanna, FBM- Félag bókagerðarmanna, Mjólkurfræðingafélag Íslands og Rafiðnaðarsamband Íslands kjaradeilum sínum til embættisins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert