Ísland er í þriðja sæti á nýjum lista alþjóðlegu samtakanna Save the Children þar sem lagt er mat á stöðu mæðra. Noregur er í fyrsta sæti og Ástralía í 2. sæti en öll Norðurlöndin eru í einhverju af 10 efstu sætunum.
Lagt er mat á ýmsa þætti, svo sem barnadauða, lífslíkur kvenna, meðalskólagöngu, foreldraorlof og almenna velferð mæðra og barna. Samtökin birta slíkan lista árlega í aðdraganda alþjóðlega mæðradagsins.
Samkvæmt listanum er staða mæðra verst í Afganistan. Þar eru lífslíkur kvenna aðeins um 45 ár og ein af hverjum 11 mæðrum deyr af barnsförum. Þá nær eitt af hverjum fimm börnum ekki fimm ára aldri.
Til samanburðar er meðalævilengd íslenskra kvenna 83,3 ár og ungbarnadauði er 1,8 af hverjum þúsund börnum, sá lægsti í Evrópu.
Samkvæmt lista Save the Children eru staða mæðra best í eftirtöldum ríkjum: Noregi, Ástralíu, Íslandi, Svíþjóð, Danmörku, Nýja-Sjálandi, Finnlandi; Belgíu, Hollandi og Frakklandi.
Vert er hún í Miðafríkulýðveldinu, Súdan, Malí, Eritreku, Lýðveldinu Kongó, Tsjad, Jemen, Gíneu-Bissau, Níger og Afganistan.