Hafa tvo sólarhringa til þess að forðast verkföll

Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ
Gylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ mbl.is/Kristinn

Magnús Pétursson, ríkissáttasemjari, hefur boðað landssambönd og aðildarfélög Alþýðusambands Íslands, sem hafa skotið málum sínum til hans, til sáttafunda í dag og á morgun.

Verði þeir árangurslausir er ljóst að undirbúningur verkfallsaðgerða fer af stað, að sögn Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ.

Litlar viðræður hafa verið í gangi frá því að upp úr sauð fyrir helgi þegar forystumenn ASÍ höfnuðu hugmyndum Samtaka atvinnulífsins um að gera þriggja ára samning. Gylfi er svartsýnn á framhaldið.

Björn Snæbjörnsson, formaður Starfsgreinasambandsins, segir að undirbúningur sé á fullu fyrir atkvæðagreiðslu um verkfall og verið sé að samræma það með landssamböndunum. Í næstu viku verði svo farið í það að kjósa. Verkfall gæti þá hugsanlega hafist í seinni hluta þessa mánaðar.


Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert